Þórsmörk - í skjóli jökla

Þórsmörk og nánasta umhverfi er meðal fegurstu staða landsins. Þrátt fyrir illfærar ár flykkjast ferðamenn þangað til að njóta töfra Merkurinnar. Myndin um Þórsmörk sýnir hinar stórkostlegu andstæður landslagsins milli Markarfljóts og jökla. Nýtt sjónarhorn fæst á djúpgræna fegurð hlíðanna, kolsvarta sandana, fannhvíta jökla og hyldjúpar ár þar sem hluti myndatökunnar fór fram úr þyrlu. Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, leiðir áhorfendann um þessa töfraveröld og veitir honum innsýn í jarðfræði, dýralíf og gróðurfar. Merkurinn; að ógleymdum frásögnum af mannlífi og hættuförum ferðalanga í strumhörðum ánum. Þórsmörk og nágrenni er töfrandi heimur jafnt sumar sem vetur – ógleymanleg náttúruperla í skjóli jökla.
Myndin er til sölu í Cinema No 2 á sýningartíma og í vefsölu fyrir erlendan markað hjá Shop Icelandic.

Sýningartími: 43 mínútur
Tungumál: Íslenska, enska og þýska


Framleiðsluár: 1998
Form: DVD All Region / PAL