Myndagerð

Lifsmynd hefur í áranna rás framleitt fjölmargar myndir og sjónvarpsþætti, auk þess sem Valdimar stýrði og gerði fjölda mynda og sjónvarpsþátta áður en hann stofnaði Lífsmynd. Hér til hliðar er skrá yfir myndgerðina í tímaröð, ásamt stuttri lýsingu.
Nokkurar mynda Lífsmyndar hafa verið gefnar út á DVD-diski og eftirfarandi eru nú fáanlegar. Myndirnar eru til sölu í Cinema No 2 á sýningartíma og The Eruption! er einnig til sölu hjá Hagkaupum, í pósthúsum og í vefsölu fyrir erlendan markað hjá Shop Icelandic.

Myndir á DVD

The Eruption! - Eyjafjallajökull

Myndin er um gosið í Eyjafjallajökli vorið 2010, bæði á Fimmvörðuhálsi og í jöklinum sjálfum. Um er að ræða stuttmynd þar sem áhorfandinn upplifir gosið í gegnum lifandi myndir og sérsamda íslenska tónlist. Skýringartextar eru á örfáum stöðum á ensku. Gosið var myndað í návígi, á Fimmvörðuhálsi, úr flugvél, þyrlu og af jörðu niðri og gefur myndin einstaka sýn á náttúruöflin sem hér voru að verki.






Chukotka á hjara veraldar –
land Romans Abramovich

Myndin er um líf og vonir fólks á Chukotka-landsvæðinu við norðurheimskautsbaug í Síberíu, þ.e. á svipaðri breiddargráðu og Ísland. Svæðið komst í kastljósið þegar auðjöfurinn Roman Abramovich var kosinn þar landstjóri árið 2000 en landsvæðið tilheyrir Rússlandi en hefur sjálfstjórn. En hvað tengir saman og aðskilur Ísland og Chukotka? Var öðruvísi að búa þarna eystra á tímum Sovétríkjanna sálugu? Hvað breyttist með tilkomu Romans Abramovich? Eru gróðurhúsaáhrifa farið að gæta á túndrunni og taigunni?




Hver var Jónas?
Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar þann 16. nóvember 2007 gerði Lífsmynd heimildarmynd um „ástmögur Íslands” – skáldið, náttúrufræðinginn og Fjölnismanninn Jónas Hallgrímsson. Í myndinni er leitast við, á lifandi og léttan hátt að varpa ljósi á hinar mörgu hliðar Jónasar og því sem hann áorkaði á sinni skömuu ævi – ekki síst er leitast við að varpa ljósi á þann mann sem Jónas hafði að geyma.






Þingvellir – á mörkum austurs og vesturs
Náttúrulífsmyndin um Þingvallavatn og umhverfi, segir í myndum og máli frá því að á Þingvöllum er hátindur Atlantshafshryggjarins og þar megi sjá hvernig Ísland hefur klofnað – og það sé enn að klofna. Náttúran, jarðsagan, fulgalífið við vatnið og lífið í vatninu sjálfu leika stærstu hlutverk myndarinnar. Einstakar neðanvatnsmyndir eru af bleikjuafbrigðum vatnsins en það telst heimsundur að fjögur afbrigði hafa þróast í svo ungu vatni. Síðast, en ekki síst, er fylgst með mannlífinu við Þingvallavatn árið um kring.





Þórsmörk - í skjóli jökla
Þórsmörk og nánasta umhverfi er meðal fegurstu staða landsins. Þrátt fyrir illfærar ár flykkjast ferðamenn þangað til að njóta töfra Merkurinnar. Myndin um Þórsmörk sýnir hinar stórkostlegu andstæður landslagsins milli Markarfljóts og jökla. Þórsmörk og nágrenni er töfrandi heimur jafnt sumar sem vetur – ógleymanleg náttúruperla í skjóli jökla.








Dimmuborgir - kynjaheimur við Mývatn
Dimmuborgir draga árlega til sín þúsundir náttúruunnenda, hvaðanæva að úr heiminum. Þetta völundarhús náttúrunnar myndar áhrifamiklar andstæður svartrar, óblíðrar hraunstorku við fagurgrænana trjágróður og iðandi fuglalíf – ógleymanlegt öllum sem þangað koma.