Dimmuborgir - kynjaheimur við Mývatn
Dimmuborgir
draga árlega til sín þúsundir náttúruunnenda, hvaðanæva að úr heiminum. Þetta völundarhús náttúrunnar myndar áhrifamiklar andstæður svartrar, óblíðrar hraunstorku við fagurgrænana trjágróður og iðandi fuglalíf – ógleymanlegt öllum sem þangað koma.
Dimmuborgir eru í einu virkasta eldstöðvarkerfi Íslands og segir myndin á aðgengilega hátt frá uppruna þessara stórbrotnu hraunborgar.
Lýst er jarðfræði Mývatnssvæðisins og á ljóslifandi hátt birtist óviðjafnanleg náttúrufegurð og fuglalíf Mývatns.
Mikil hætta vofir þessari einstæðu náttúrperlu og sýnir myndin baráttu manna gegn henni.
Sýningartími: 27 mínútur
Tungumál: Íslenska, enska, þýska og franska
Framleiðsluár: 1993
Form: DVD All Region / PAL