kynning kynning
banner

Velkomin

Lifsmynd er kvikmyndagerðarfyrirtæki sem rekið hefur frá árinu 1990. Að baki Lífsmynd stendur Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður.
Hjá Lífsmynd er unnið að allri almennri kvikmyndagerð, en frá upphafi hefur áherslan verið á heimildamyndagerð og þáttagerð fyrir sjónvarp.

NÝSKÖPUN - ÍSLENSK VÍSINDI

11.02.2011

Hafnar eru í Sjónvarpinu sýningar á mánudagskvöldum á nýrri sjónvarpsþáttaröð Nýsköpun-íslensk vísindi, sem Lífsmynd framleiðir.

Þættirnir um nýsköpun, vísindi og fræði á Íslandi eru tólf talsins og þetta er í fjórða sinn sem Sjónvarpið ræðst í gerð slíkra þáttaraðar með Valdimar Leifssyni og Ara Trausta Guðmundssyni. (Tengill í 1. þáttinn á vefsíðu Sjónvarpsins)

kynning Þættirnir hafa verið vinsælir og náðu t.d. 20-25% áhorfi veturinn 2010. Alls er fjallað um 32 ólík verkefni, fræðasvið eða nýjungar og í einum þætti um fjármögnun vísindastarf á Íslandi. Að fjámögnun þáttanna koma 14 stofnanir, fyrirtæki og skólar og tugir vísindamanna koma fram í þáttunum. Miðlun fróðleiks um vísindi og þekkingu er einn af hornsteinum lýðræðis - í þeirri staðhæfingu felst ein af ástæðum þess að ráðist er í gerð þáttanna.

Meðal efnis í þessari þáttaröð eru mörg forvitnileg atriði - sum ókunn almenningi:

- kynning á elstu lífverum Íslands sem lifað hafa ein 20 jökulskeið á ísöldinni og hvergi finnast nema hér
- verkefni meðal íslenskra bænda við vistvæna orkuöflun sem gagnast öllum landsmönnum
- endursköpun bráða- og slysadeildar LSH - ein heild - allt frá bráðamóttöku til þyrlusveitar Lanhelgisgæslunar
- umfjöllun um alvarlega loftmengun í þéttbýli - Reykjavík er stundum mengaðri en London
- áhrif virkjana og stóriðju á mannlífið - hvað hefur gerst fyrir austan?
- félagsvísindi og rekaviður - hver er snertiflöturinn?
- hvar er djúpborunarverkefnið - leitin að ofsahita og gífurlegum þrýstingi - statt?
- hver eru áhrif fjölmiðla á börn samkvæmt rannsóknum í bráðum hálfa öld?
- tekur það fjölmörg eldfjöll landsins 10,15,. 20 ára að búa sig undir eldgos - er Kötlugos að nálgast?
- eldsneyti úr þörungum, íslensk rafbílaþróun og fljúgandi vélfugl
- starfsemi ORF-Líftækni er umdeild - hvað gerist þar - fáir ef nokkrir hafa fengið að vinna sjónvarpsefni þar innan dyra.
- fiskar í svefnrannsóknum manna og lyfjaþróun - íslensk hátækniþjónusta á alþjóðamarkaði
- íslensk bylting í snjóflóðavörnum?
- kuml og miðaldahöfn - svanasöngur fornleifarannsókna i bili?
- ungir Íslendingar eru að drekka úr sér tennurnar - nýjar rannsóknir afhjúpa staðreyndir
- hvernig er fylgst með aukefnum í matvælum - eru sum þeirra hættuleg?

Stuttmynd um gosið á Fimmvörðuhálsi.

01.04.10

kynning Stuttmynd um gosið á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli, The Eruption! eftir Valdimar Leifsson er nú sýnd í bíóhúsi Lífsmyndar Cinema No2 í gömlu verbúðunum við höfnina í Reykjavík. Sýnishorn úr myndinni er komið á vefinn og hægt að skoða með því að smella á tengilinn hér að ofan. Auk lifandi mynda Valdimars eru ljósmyndir eftir Ragnar Th. Sigurðsson í myndinni.
Lífsmynd opnaði Cinema No2 í Verbúð nr. 2 við gömlu höfnina seinni hluta júlí og sýndi þar nýju eldgosamyndina ásamt mynd um Þingvelli, Þórsmörk og Dimmuborgir. Í sumar voru sýningar almennt á ensku en allar myndir Lífsmyndar eru að sjálfsögðu á íslensku og hægt er að semja um sérstakar sýningar fyrir hópa, jafnt innlenda sem erlend. Sjá dagskrá Cinema No2 Einnig eru myndir Lífsmyndar til sölu á mynddiskum. Fleiri ljósmyndir af gosinu og frá Cinema No2.

Fréttir

29.09.09

kynning Ný 12 þátta sjónvarpsmyndaröð Lífsmyndar, Nýsköpun-íslensk vísindi, hefst í Sjónvarpinu 1. október 2009. Þættirnir verða sýndir alla fimmtudaga fram til jóla.

Nánar

Nýjustu útgáfur

23.02.2011

Stefnt er að því að gefa út á DVD-diskum talsvert af þeim myndum og sjónvarpsþáttum sem framleiddir hafa verið. Nýjustu útgáfurnar eru:

The Eruption! Mynd um gosið í Eyjafjallajökli vorið 2010. Myndin sýnir bæði gosið á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli sjálfum og kvikmyndað var bæði úr lofti og frá jörðu niðri. Sérsamin íslensk tónlist er undir myndunum.

Þingvellir - á mörkum austurs og vesturs fjallar um náttúru, sögu og mannlíf við Þingvallavatn. Myndin tók 5 ár í framleiðslu og hún hlaut umhverfisverðlaun umhverfisráðuneytisins árið 2002.

Hver var Jónas? er leikin heimildamynd um líf og störf Jónasar Hallgrímssonar.

Myndirnar eru til sölu á ýmsum stöðum en einnig má kaupa þær hér: Panta mynd

Meira um myndir Lífsmyndar