Myndagerð
2010
The Eruption! Stutt mynd um gosið í Eyjafjallajökli vorið 2010. Gosið, sem hófst í Fimmvörðuhálsi
og hélt síðan áfram í Eyjafjallajökli sjálfum,var myndað úr návígi sem og úr lofti. Undir áhrifaríkum gosmyndum
hljómar sérsamin íslens tónlist, auk þess sem ljosmyndir eftir Ragnar Th. Sigurðsson, ljósmyndarar, birtast
í bland við lifandi myndir. Náttúru- og mannlífsmynd.
2008
Chukotka - ríki Romans Abramovitch Landsvæði í Austur-Rússlandi, sem Beringssundið aðskilur frá Alaska, og milljarðamæringurinn Abramovitch tók upp á sína arma (sá sem á Chelsea fótboltaliðið í Bretlandi). Fátækt, heilsuleysi, barndauði og fólksflótti varð til þess að öllu fór að hraka en margt breyttist þegar Abramovitc varð þar landsstjóri. Náttúru- og mannlífsmynd.
2007
Hver var Jónas? Klukkustundarlöng mynd gerð í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember 2007. Leitast var við að sýna hversu margræður maður Jónas var og leitað svara við mörgum spurningunum og "ástmögur Íslands" og náttúruvísindamanninn Jónas. Myndin var sýnd í Sjónvarpinu yfir jólahátíðina 2007 og endursýnd á afmæli skáldsins ári síðar.
2006
Smábátasjómenn
2005
Frosin paradís. Stafræn ferðasaga um kajakferð sem farin var við austurströnd Grænlands. Það eru Íslendingar sem róa kajökunum en í fyld Grænlendinga og á leiðinni kynnast áhorfendur bæði þjóð og hrikalegri náttúrufegurð. Myndin er 52 mínútna löng og hlaut hún styrk úr kvikmyndasjóði árið 2005.
2004
Þjóðgarðurinn Snæfellsnesjökull. Kynningarmynd fyrir nýja Þjóðgarðinn á Snæfellsnesi, þar sem saman fara náttúrumyndir og sögulegur fróðleikur. Myndin var sýnd á vísindasýningu í París árið 2004.
Öryggi smábáta á fiskveiðum. Fræðslumynd gerð fyrir Siglingastofnun Íslands árið 2004. Móttaka,fræðsla og stjórnun farþega í skipum.
Geimálfurinn frá varslys. Fræðslumynd um brunavarnir í skólum, unnin fyrir Slysavarnafélgið Landsbjörgu.
2003
Maðurinn sem gatar jökla. Mynd um dr. Sigfús Johnsen vísindamann sem búsettur er í Kaupmannahöfn.
2002
Hekla. Mynd um eldfjallið Heklu, gossögu og jarðfræði, gerð fyrir Heklusafnið, þar sem hún er sýnd.
Vatnajökull. Mynd um Vatnajökul, jarðfræði, eldvirkni og náttúru, gerð fyrir Vatnajökulssafnið, Höfn í Hornafirði, þar sem hún er sýnd.
2001
Maður eigi einhamur. Mynd um líf, list og ástir lista- og fjallamannsins Guðmundar frá Miðdal. Styrkt af Menningarsjóði Útvarpsstöðva og frumsýnd í Sjónvarpinu annan í jólum árið 2001.
Mér líkar ekki malbikið. Mynd um séra Baldur í Vatnsfirði. Viðtöl við hann sjálfan og myndir frá heimaslóðunum, blandað viðtölum við samferðamenn hans sem hafa ýmislegt forvitnilegt um sr. Baldur að segja. Frumsýnd í Sjónvarpinu í desember 2001.
2000
Þingvallavatn - Á mörkum austurs og vesturs. Um klukkustundarlöng mynd um náttúru og mannlíf við Þingvallavatn. Myndin var styrkt af Menningarsjóði Útvarpsstöðva og hún hlaut fjölmiðlaviðurkenningu umhverfismálaráðuneytisins árið 2000.
Nú er rafmagn hingað sótt. Heimildarmynd um gerð Sultartangavirkjunnar, unnin fyrir Landsvirkjun.
1999
Neyðarlínan 112. Leiknir fræðsluþættir um slysavarnir og viðbrögð við slysum, unnir fyrir Neyðarlínuna og sýndir á Stöð 2.
Héðan til eilífðar. Fræðsluþáttur um stjörnufræði fyrir grunnskólanemendur. Unnið fyrir Námsgagnastofnun.
1997
Þórsmörk. Náttúrulífsmynd um Þórsmörk, náttúruperluna sem liggur í faðmi jökla. Myndin sýnir náttúrfegurðina sumar, vetur, vor og haust. Unnin í samvinnu við Landgræðslu ríkisins. Styrkt af Mennigarsjóði Útvarpsstöðva.
1995
Kleppsspítalinn. 90 ára Heimildamynd um starfsemi Kleppsspítalans í tilefni af 90 ára afmæli hans. Unnin fyrir Ríkisspítala
Með allt á þurru. Valdimar framleiddi og leikstýrði leikinni fræðslumynd, eftir handriti Þorsteins Marelssonar, um heilsufarsáhættu ofdrykkju.
1994
Nína-Listakonan sem Ísland hafnaði. Um klukkustundarlöng leikin heimildamynd um listakonuna Nínu Sæmundsson. Fylgt er í fótspor Nínu og sagt frá lífi hennar og list. Myndin er tekin á Íslandi, Spáni, Bandaríkjunum, Frakklandi og í Danmörku. Myndin var styrkt af Kvikmyndasjóði Íslands.
Dimmuborgir. Náttúrulífsmynd um Dimmuborgir og Mývatnssvæðið, þar sem vel er farið í jarðfræði, gosvirkni, fuglalíf og lífríki Mývatns. Unnin í samvinnu við Landgræðslu ríkisins
Muggur. Valdimar stjórnaði gerð heimildarmyndar um listamanninn Mugg, sem gerð var af Saga film. Myndin var tekin upp í Frakklandi,Ítalíu og Danmörku.
1993
Alþingi. Fræðslu- og kynningarmynd um Alþingi og starfsemi þess, ætluð þingmönnum, starfsmönnum og gestum á Alþingi.
Á íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn. Valdimar stjórnaði sjónvarpsþáttum sem Saga Film gerði eftir samnefndri bók Björns Th. Björnssonar. Upptökur fóru að mestu fram í Kaupmannahöfn.
1992
Ríkisspítalar. Sex hálftíma langar myndir um starfsemi ríkisspítalanna, gerðar í tilefni af 60 ára afmæli Landspítalans.
1991
Ég veðja á Ísland. Valdimar var stjórnandi leikinnar barna- og unglingamyndar, sem gerð var eftir handriti Iðunnar Steinsdóttur. Myndin var samstarfsverkefni Íslands og The Canadian Film Board.
1984
Ekki ég. Valdimar framleiddi og leikstýrði leikinni fræðslumynd um skaðsemi tóbaksnotkunar. Unnin fyrir Krabbameinsfélagið.
1982
Helgi Tómasson. Valdimar vann, ásamt Haraldi Friðrikssyni kvikmyndatökumanni, heimildarmynd um ballettdansarann Helga Tómasson, sem var dansari við New York City Ballet. Myndin var tekin upp í New York og var styrkt af Kvikmyndasjóði Íslands.
Vestur Íslendingar. Valdimar vann, ásamt Haraldi Friðrikssyni kvikmyndatökumanni, heimildarmynd um Vestur-Íslendinga búsetta í Minnesota.