Um okkur
Hjá Lífsmynd er unnið að hvers konar kvikmyndagerð; allt frá hugmyndavinnu að fullgerðri mynd. Starfsfólk okkar getur aðstoðað á öllum stigum vinnslunnar. Kostnaður fer eftir umfangi hverju sinni. Skoðið myndirnar okkar og viðskiptavini til að fá hugmynd um hvað við höfum gert. Hafið samband ef óskað er eftir samstarfi eða þjónustu.
Lífsmynd hefur verið starfrækt frá árinu 1990.
Að baki Lífsmynd stendur Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður en hann nam alhliða kvikmyndagerð í Los Angeles, USA.
Að námi loknu starfaði Valdimar um nokkurra ára skeið sem dagskrárgerðarmaður við Sjónvarpið.
Síðan hefur hann verið sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarmaður og starfað fyrir og með mörgum, m.a. á Stöð 2.
Margar þeirra mynda og sjónvarpsþátta sem Lífsmynd hefur framleitt hefur Valdimar unnið í samstarfi við Ara Trausta Guðmundsson,
jarðeðlisfræðing og rithöfund, með meiru. Eftir umfangi viðfangsefnanna hverju sinni hefur verið ráðið til starfa reynslumikið og gott samstarfsfólk.
Helstu samstarfsmenn eru: Jón Kjartansson, hljóðmaður, Jón Axelson, grafíklistamaður,
Arnar Steinn Valdimarsson, viðskiptafræðingur,
Egill Valdimarsson vefsíðuhönnuður,
Bryndís Kristjánsdóttir, handritshöfundur og íslenskufræðingur.
Í leiknum myndum hefur Gréta Boða, förðunarmeistari, séð um hár og förðun, Arna Kristjánsdóttir,
fatahönnuður,séð um búninga og verið aðstoðarmaður Valdimars, Helga Rúnarsdóttir, hönnuður og hattameistari,
séð um búninga og hatta, Jón Þór Einarsson, matreiðslumeistari/Eldhús sælkerans, séð um matföng, Snorri Kristjánsson,
forritari og tæknigúru, hefur komið að starfinu á margan hátt - en auk þeirra hefur fjöldi annarra frábærra samstarfsmanna
komið að gerð mynda og sjónvarpsþátta sem Lífsmynd hefur framleitt í áranna rás.
Lífsmynd hefur unnið verk fyrir fjölmörg fyrirtæki og stofnanir, ásamt því að vinna
í samstarfi við mjög marga aðila.