banner

Sjónvarps Þættir

2009
Nýsköpun - íslensk vísindi
12 þátta sjónvarpsmyndaröð um vísinda- og nýsköpunarstarf á Íslandi. Valdimar Leifsson og Ari Trausti Guðmundsson sýna og segja frá þessu starfi vítt og breitt um landið. Þáttaröðin var sýnd í Sjónvarpinu fram eftir vetri 2009 við ágætar viðtökur. Á árinu 2010 var unnið að gerð nýrrar þáttaraðar til sýningar í Sjónvarpinu eftir áramót 2011.

2007
Tónlistin er lífið.
Níu hálftíma langir sjónvarpsþættir um íslenskt tónlistarlíf. Þættirnir lýsa ólíkum þáttum íslensks tónlistarlífs hér heima fyrir en einnig starfi íslenskra tólistarmanna í útlöndum. Í hverjum þætti heyrast tónverk og rætt er við tónlistarmennina í daglegu starfi og leik.
2004
Víkingarnir-DNA slóðin rakin.
Heimildamynd, í þremur 30 mínútna löngum þáttum, um týndu íslendingabyggðina á Grænlandi og hugsanlega blóðblöndun Íslendinganna við koparinúíta í Norður-Kanada. Þættirnir voru sýndir í Sjónvarpinu haustið 2004.
2003
Vísindi fyrir alla.
Fimmtíu og tveir 10 mínútna langir sjónvarpsþættir um íslenskar vísindarannsóknir, sem unnir voru í samvinnu við Rannís og Háskóla Íslands. Þættirnir voru sýndir vikulega í Sjónvarpinu árið 2003.
1999
Kóngur í ríki sínu.
Sjónvarpsþáttaröð sem byggist mannlífslýsingum; hálftímalangar myndir um: Kristján Arngrímsson, leiðsögumann; Jóhann Vilhjálmsson byssusmið;Einar Jónsson, virkjanamann; Sigurfinn Jónsson, byssuveiðimann, Hauk Halldórsson, myndlistarman;, Arnór Benónýsson, leikara; Jóhann Brandsson, mannfræðing á Grænlandi; Þránd Thoroddsen, kvikmyndagerðarmann og Róbert Schmidt, kajakveiðimann.
1998
Vísindi í verki.
Sjónvarpsþáttaröð um íslenska vísindamenn. Unnir í samvinnu við Rannsóknarráð Íslands og Háskóla Ísland fyrir Sjónvarpið.
1995
List og lýðveldi í 50 ár.
Heimildarmynd um íslenska myndlist frá stríðslokum. Hluti af sjónvarpsþáttaröð, unnin fyrir Sjónvarpið.
1992
Slysavarnaspæjarinn
Tíu stuttar, leiknar fræðslumyndir um slysavarnir barna. Gerðar fyrir Slysavarnafélag Íslands á árunum 1992-1993.Sýndir í Sjónvarpinu í nokkur ár.
1986
Á fálkaslóðum.
Valdimar var leikstjóri og handritshöfundur, ásamt Þorsteini Marelssyni, að leikinni sjónvarpsmynd í fjórum þáttum ætluð börnum og unglingum. Myndin var gerð af Sjónvarpinu hefur verið sýnd í fjölmörgum Evrópulöndum, á Norðurlöndunum og Ástralíu.
1985
Eftirminnileg ferð
Valdimar var leikstjóri og handritshöfundur,ásamt Þorsteini Marelssyni, að leiknum sjónvarpsþáttum fyrir börn sem unnir voru fyrir Sjónvarpið.